Kæling matvæla
Góð og stöðug kæling skiptir sköpum varðandi gæði, geymsluþol og virði fiskafurða.
Kæligátt er upplýsingaveita með hagnýtum leiðbeiningum og umfjöllun um kælingu og meðhöndlun á fiski á öllum stigum virðiskeðjunnar frá miðum á markað.
Gæta þarf að verklagi og umgengni um hráefni og fisk og vanda til við meðhöndlun, vinnslu og flutning fiskafurða til að tryggja betri gæði og verðmætari vörur.
Ástand hráefnis hefur afgerandi þýðingu fyrir gæði og nýtingu fisks. Þeir þættir sem áhrif hafa á hráefnisgæði eru veiðitími, veiðisvæði, veiðarfæri, ætis- og næringarástand fisksins, aldur hráefnis, dauðastirðnun og meðhöndlun fyrir og í vinnslu. Kæling allt frá því að fiskur er dreginn úr sjó og á öllum stigum virðiskeðjunnar er lykilatriði til að viðhalda hámarksgæðum eins lengi og unnt er.
Nánar: www.kaeligatt.is
Ísreiknir á vefnum: isreiknir.matis.is