Leiðbeiningar um notkun

Upplýsingar um gögnin í ÍSGEM

Hér má finna upplýsingar um þau gögn sem er að finna í ÍSGEM. Með því að smella á viðeigandi hlekki má fá ítarlegar upplýsingar.

Hver tafla er byggð upp fyrir eina fæðutegund og fær hvert efni eina línu í töflunni. Skráðar eru upplýsingar um innihald, lægstu og hæstu gildi, fjölda mælinga og heimild. Síðar munu bætast við gæðastuðlar og tímasetning mælingar. Nánari upplýsingar um þessi atriði eru hér að neðan.

 Birt eru gögn fyrir meginefni, fituleysanleg vtamín, vatnsleysanleg vítamín, steinefni, snefilsteinefni og þungmálma.

Hér fyrir neðan má nálgast nánari skilgreiningar á orkugildi og efnum í matvælum.

Heimildanúmerin eru afar mikilvæg, en þau gera mögulegt að finna hvaðan gögnin eru tekin. Í heimildaskránni er hægt að finna þær heimildar sem hafa verið notaðar. Heimildanúmerin eru einnig notuð til að sýna hvenær byggt er á útreikningum.