Aðskotaefni í íslensku sjávarfangi

Matvælaöryggi er forsenda verðmætasköpunar í matvælaiðnaði. Í samstarfi við stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga leggur Matís sitt af mörkum. Fyrirtækið hefur fjárfest í dýrum búnaði til að greina sýni með viðeigandi hætti. Með öruggum matvælum er aðgangur að erlendum mörkuðum tryggður og tækifæri til verðmætasköpunar til staðar.

Árið 2003 hófst, að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangur með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna.