Mjólk í mörgum myndum

Áttu hugmynd þar sem mjólk kemur við sögu? Hér er tækifæri til að fá stuðning.

Auðhumla og Matís ætla að vinna saman að því að efla vöruþróun og rannsóknir. Opið er fyrir allskonar hugmyndir og eina skilyrðið er að kúamjólk gegni lykilhlutverki.

Sérstök áhersla er lögð á að veita styrki til rannsókna- og þróunarverkefna sem fela í sér nýsköpun úr mjólkurpróteinum og/eða sérstöðu íslenskrar mjólkur. Kostur er ef hugmyndin stuðlar að jákvæðum umhverfisáhrifum og aukinni sjálfbærni.

Hægt er að sækja um tvenns konar styrki, annars vegar að hámarki 3 milljónir fyrir almenn rannsókna- og þróunarverkefni og hins vegar allt að 8 milljónir króna fyrir öndvegisverkefni með mikið nýnæmi og tækifæri til verðmætasköpunar. Styrkur getur verið allt að 80% af heildarkostnaði verkefnisins. Gert er ráð fyrir að verkefnin séu til eins árs.

Umsóknafrestur er til 12. nóvember 2018

Sjá einnig www.facebook.com/mjolk.i.morgum.myndum

Sótt er um þátttöku með því að fylla út umsóknareyðublað sem má finna hér. Umsókn skal berast á tölvutæku formi á netfangið: umsokn@mimm.is

Matsblað sem notað verður við mat á umsóknum.

Fyrirspurnir sendist á mimm@mimm.is