Starfsemi Matís í Neskaupstað

Starfsemin byggist að stærstum hluta á þjónustumælingum þar sem helstu skiptavinir eru fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki, Heilbrigðiseftirlit Austurlands, Fjarðaál og Landsvirkjun.  Matís veitir þjónustu á sviði efnagreininga og örverumælinga á innsendum sýnum.

Helstu efnamælingar hjá Matís í Neskaupstað eru: mælingar á próteini, vatni, fitu, salti, ösku, og ammoníaki í fiski og fiskimjöli, mælingar á óbundnum fitusýrum og vatni og óhreinindum í lýsi, mælingar á svifögnum, BOD, leiðni, gruggi, Ph og olíu í afrennslisvatni frá álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði, loftmengunarmælingar á Reyðarfirði sem Matís annast sem undirverktaki fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands og mælingar á fallryki fyrir Landsvirkjun í tengslum við byggingu og starfsemi Kárahnjúkavirkjunar. Einnig  er mæld leiðni, grugg og ammoníak í neysluvatnssýnum fyrir Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Helstu örvergreiningar hjá  Matís í Neskaupstað eru salmonella, iðagerlar, heildarörverufjöldi, coli-gerlar, E.coli, saurkólígerlar, Listería, bacillus cereus og sthaphylococcus aureus. Þeir viðskiptavinir sem nýta sér þessa þjónustu eru aðallega fiskvinnslufyrirtæki, vinnsluskip og Heilbrigðiseftirlit Austurlands.

Starfsstöð Matís í Neskaupstað

Matís í Neskaupstað:

Bakkavegur 5
740 Neskaupstaður
Sími: 477-1250 / GSM: 858-5141
Fax: 477-1923