• Heyrullur_a_tuni

Vísindatímaritið Icelandic Agricultural Sciences er komið út

8.2.2021

33. árgangur tímaritsins Icelandic Agricultural Sciences fyrir árið 2020 kom út á dögunum og má finna í rafrænni útgáfu á ias.is. 

Tímaritið, sem áður hét Búvísindi, kemur út árlega hið minnsta og eru greinarnar sem þar birtast á ensku. Að þessu sinni birtust átta greinar um fjölbreytt efni sem allar snúa að lífvísindum auk ritstjórnargreinar þar sem mikilvægi þess að hafa vísindatímarit sem þetta opið og aðgengilegt fyrir almenning svo mögulegt sé að hagnýta upplýsingar sem safnast með rannsóknum. Greinarnar eru eftirfarandi:

  • Snýkjudýr í hænsnum á Íslandi fyrr og nú
  • Áhrif fituíblöndunar í fóður mjólkurkúa á nyt og efnainnihald mjólkur
  • Ræktunarskipulag sauðfjár á Íslandi með áherslu á mæðraeiginleika
  • Notkun fræslægju við uppgræðslu í mýrlendi. Samsætumælingar og áhrif jarðhitagass á mælda jarðvegsöndun á heitum svæðum á Suðurlandi
  • Tengsl bakteríusamfélaga við jarðvegseginleika á Qinghai-Tibet hásléttunni
  • Áhrif umhverfisþátta á árlegan vöxt (árhringjabreiddir) ilmbjarkar (Betula pubescens) og reyniviðar (Sorbus aucuparia) á Austurlandi
  • Áhrif mismunandi beitarþunga sauðfjár á ungan lerkiskóg

Icelandic Agricultural Sciences er eina tímaritið á sviði lífvísinda á Íslandi sem uppfyllir kröfur fyrir alþjóðleg ritrýnd vísindatímarit samkvæmt stöðlum ISI (e.Institute of Scientific Information). Aðalritstjóri er Björn Þorsteinsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands en að útgáfunni standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá, Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðsgjafastofnun hafs og vatna, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði aðKeldum, Matís ohf, Landgræðslan og Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins


Fréttir