• IMG_2753

Vinningshafar Asksins 2019

26.11.2019

Laugardaginn 23. nóvember var verðlaunafhending á Askinum 2019, Íslandsmeistarkeppni í matarhandverki, á Matarhátíð á Hvanneyri.

Matarhandverk snýst um að skapa vörur þar sem lögð er áhersla á einstakt bragð, gæði og ekki síst ímynd, sem iðnaður getur ekki búið til. Áherslan er á að nota staðbundin hráefni, framleiðslu í litlu magni sem er oft svæðisbundin. Matarhandverksvörur eru heilnæmar, án óþarfra aukaefna og vörur sem hægt er að rekja til upprunans. Aðalsmerki matarhandverks er að nota það hráefni, mannafla og verkkunnáttu sem fyrirfinnst á staðnum, í gegnum alla framleiðslukeðjuna. Í matarhandverki er lögð áhersla á að þróa hefðbundnar vörur fyrir neytendur dagsins í dag. Matarhandverksvörur eru frábrugðnar öðrum matvörum á þann hátt að nánast engin aukefni (E efni) eru leyfð í þeim, vélvæðing er takmörkuð og íslensk hráefni notuð eins og kostur er. Að Askinum 2019 stendur Matís í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Matarauður Íslands styrkti keppnina.

15_IMG_411912_IMG_4102
75481785_481280262594591_1399775115016667136_n

Í keppninni í ár voru 133 vörur. Vegna fjölda skráðra vara í þremur flokkum var þeim skipt upp svo í heildina var keppt í 10 keppnisflokkum. Hér að neðan eru vinningshafarnir:

Bakstur    
Gull Rúgbrauð Brauðhúsið ehf
Silfur Rúg-hafrabrauð Brauðhúsið ehf
     
Ber, ávextir og grænmeti    
Gull Þurrkaðir lerkisveppir Holt og heiðar ehf
Silfur Grenisíróp Holt og heiðar ehf
Brons Sólþurrkaðir tómatar Garðyrkjustöðin Laugarmýri
     
Ber, ávextir og grænmeti – sýrt    
Gull Pikklaðar radísur Bjarteyjarsandur sf
Silfur Kimchi, krassandi kóreönsk blanda Huxandi Slf
Brons Pylsukál, eitt með öllu! Huxandi Slf
     
Ber, ávextir og grænmeti – drykkir    
Gull Aðalbláberjate Urta Islandica ehf
Silfur Krækiberjasafi Islensk hollusta ehf
     
Fiskur og sjávarfang    
Gull Birkireyktur urrði Matarhandverk úr fram-Skorradal
Silfur Heitreyktur makíll Sólsker
Brons Léttreyktir þorskhnakkar Sólsker
     
Kjöt og kjötvörur    
Gull Gæsakæfa Villibráð Silla slf.
Silfur Taðreykt Hangikjöt Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi
     
Kjöt og kjötvörur - hráverkað    
Gull Rauðvínssalami Tariello ehf
Silfur Nautasnakk Mýranaut ehf
Brons Ærberjasnakk Breiðdalsbiti
     
Mjólkurvörur    
Gull Sveitaskyr Rjómabúið Erpsstaðir
Silfur Búlands Havarti Biobú ehf.
Brons Basilíku smjör Á Ártanga
     
Nýsköpun    
Gull Bopp Havarí
Gull Söl snakk Bjargarsteinn Mathús
Brons Saltkaramellusýróp Urta Islandica ehf
     
Nýsköpun – drykkir    
Gull Glóaldin Kombucha Iceland Kúbalúbra ehf
Silfur Súrskot - Safi úr Kimchi Huxandi Slf
Brons Rababaravín Og natura

Fréttir


Tengiliður