Vilt þú skapa verðmæti?
Matís ohf. leitar að framúrskarandi textasmið sem getur sett flóknar upplýsingar fram á skýran og lifandi hátt.
Um er að ræða fullt starf á starfsstöð Matís á Akureyri.
Starfsvið
- Matís stundar rannsóknir og veitir þjónustu sem skapar verðmæti, eykur matvælaöryggi og lýðheilsu í þágu iðnaðar og almennings.
- Til þess að auka áhrif af starfi Matís leitum við að einstaklingi sem getur miðlað flóknum upplýsingum á skýran hátt með þeim miðlum sem eru best til þess fallnir, t.d. sem frétt á heimasíðu, innlegg á samfélagsmiðlum, myndbönd eða eftir öðrum leiðum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla af gerð og framsetningu efnis á mismunandi
miðlum - Menntun sem nýtist í starfi kostur
- Góð hæfni í textagerð á íslensku og ensku
- Samskiptahæfni og áhugi á fólki
- Sjálfstæði, hugmyndaauðgi og drifkraftur
Um er að ræða nýja stöðu í miðlunarteymi Matís og því tækifæri til mótunar á starfinu.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknarfrestur er til og með 14 . september n.k.
Intellecta sér um ráðningu í starfið og óskast umsókn útfyllt á heimasíðu þeirra
Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi