• Shutterstock_479459437

Vilt þú hafa áhrif á upplýsingagjöf frá framleiðendum til neytenda?

9.10.2020

Við hjá Matís leitum eftir fólki til að taka þátt í umræðuhópum fyrir rannsóknarverkefni sem snýst um merkingar á matvörum. Skilyrði fyrir þátttöku eru að vera á aldrinum 18 til 30 ára eða 46 til 60 ára og sjá að einhverju marki um innkaup á matvörum til heimilisins.

Þátttaka felst í að ræða við aðra neytendur um merkingar á matvörum og hvers konar upplýsingar þær ættu að gefa neytendum. Einnig verða ræddar nýjar gerðir af merkingum, eða snjallmerkingar, sem gefa meiri möguleika en þær sem nú eru oftast í notkun. Umræðurnar verða 21. eða 22. október og fara fram á netinu með forritinu Zoom og því þurfa þátttakendur að hafa aðgang að fartölvu eða borðtölvu. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi, eða kunni að nota, Zoom forritið fyrir umræðurnar.

Að umræðum loknum fá þátttakendur 5.000 kr sem þakklætisvott.

Vinsamlegast smelltu á tengilinn hér að neðan ef þú hefur áhuga á þátttöku.

Tengill á könnun


Fréttir