Vel kældur afli – möguleiki á vinnslu í dýrari afurðir

30.6.2017

Fimm fyrirtæki, með stuðningi frá Tækniþróunarsjóði og AVS-sjóðnum, vinna nú að þróun nýs kerfis í hraðfiskibáta sem tryggir góða meðhöndlun, kælingu og frágang afla og skráir upplýsingar í gagnaský. 

Fyrirtækin eru Frostmark ehf. sem framleiðir kælibúnað, Trefjar ehf. sem framleiðir Cleopatra hraðfiskibáta, útgerðarfélagið Blakknes ehf. sem gerir út slíka báta, Sæplast sem framleiðir ker og Matís, sem stýrir rannsóknarþáttum verkefnisins.

Bátar Trefja eru mjög afkastamiklir en nokkrum vandkvæðum er bundið að setja upp stýrð kælikerfi í þessa báta. Frostmark hefur hannað nýja gerð sjókælikerfis sem hringrásar köldum sjó við stöðugt lágt hitastig. 

Í þessu verkefni á að hanna fullbúið kerfi fyrir hraðfiskibáta sem skilar kældum afla beint í ker í lest þar sem endurnýttur kælisjór er nýttur í blóðgunarker á dekki. Ávinningur útgerðar er vel kældur afli sem gefur möguleika á vinnslu í dýrari afurðir og eflir samkeppnishæfni hraðfiskibáta. 

Frétt um verkefnið birtis fyrir stuttu í Morgunblaðinu.


Fréttir


Tengiliður