Úttekt á Matís vegna þjónustumælinga á salmonellu í alifuglarækt

15.11.2017

Matvælastofnun framkvæmdi úttekt á verkferlum Matís þar sem Matís þjónustar matvælaiðnaðinn og Matvælastofnun við mælingar á salmonellu í alifuglarækt.

Úttektaraðilar frá Matvælastofnun fóru í gegnum gæðakerfi Matís, ferla, þjálfun starfsfólks, meðhöndlun niðurstaðna og almenna vinnu hjá Matís. Skemmst er frá því að segja að Matís stóðst úttektina með glæsibrag og fékk engar leiðréttingarkröfur. Úttektin sýnir að starfsfólk Matís er vel þjálfað og gæðakerfi Matís vel úr garði gert en Matís er einnig faggilt fyrir þessar mælingar. 

Skýrslan frá úttektinni


Fréttir