Þrjú verkefni leidd af Matís hljóta styrk frá Rannsóknasjóði
Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna fyrir árið 2020.
Þrjú verkefni leidd af Matís hlutu styrki fyrir árið 2020 frá Rannsóknasjóði; tveir verkefnastyrkir og einn doktorsnemastyrkur.
Raunvísindi og Stærðfræði:
Heiti verkefnis: Dreifing arsentegunda eftir þanghlutum, sér í lagi arsenlípíða
Verkefnastjóri: Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir
Styrkur (þús.): 19.745 ISKVerkfræði og tæknivísindi:
Heiti verkefnis: ThermoExplore - Lífverkfræðileg könnun á möguleikum loftháðra hitakærra örvera til framleiðslu verðmætra efna úr endurnýjanlegum lífmassa
Verkefnastjóri: Guðmundur Óli Hreggviðsson, Steinn Guðmundsson
Styrkur (þús.): 18.624 ISK
Doktorsnemastyrkur:
Heiti verkefnis: Könnun á neðanjarðarlífríki eldfjallaeyjunnar Surtseyjar
Verkefnastjóri: Pauline Anna Charlotte Bergsten
Styrkur (þús.): 6.630 ISK