Fyrstu landnemarnir eru bakteríur

24.9.2018

Lofbornar bakteríufrumur sem falla niður úr andrúmsloftinu taka þátt sem fyrstu landnemar í samfélögum sem myndast á yfirborði jarðar. Umhverfi sem innihalda lítinn bakteríuþéttleika, eins og eldfjallasvæðin á Íslandi, fá einkum loftbornar bakteríur. Andrúmsloft er aðal dreifingarleið baktería en um 1016 bakteríur fara upp í andrúmsloftið frá yfirborði jarðar á hverri sekúndu. 

Árangur dreifingarinnar ræðst af: (i) getu baktería til að lifa af og til að fjölga sér í flutningum í andrúmsloftinu, og (ii) af hæfileika þeirra til að keppa við samfélög baktería sem eru þar fyrir um aðföng.

Fjölbreytileiki örvera í andrúmsloftinu yfir Íslandi hefur enn ekki verið rannsakaður. Að auki er ekki vitað hvort lífeðlisfræðilegt- og efnaskiptaástand baktería í dreifingu hafi áhrif á getur þeirra til að nema land í nýju umhverfi.

Markmið rannsókna sem nú eru í gangi hjá Matís, og styrktar eru af Rannís, er í fyrsta lagi að skilgreina fjölbreytileika og uppruna örverusamfélaga í andrúmslofti og rannsaka samband fjölbreytileikans við eldfjallasvæði. Í öðru lagi verður rannsakað hvernig lífeðlisfræðilegt- og efnaskiptaástand loftborinna baktería hefur áhrif á getu þeirra til að nema land í tilteknum eldfjallasvæðum.

Niðurstöður rannsóknanna munu stuðla að auknum skilningi á lögmálum sem hafa áhrif á mynstur dreifinga örvera og auka skilning okkar á útbreiðslu þeirra á jörðinni.

Mynd/picture: Shutterstock | Id. 111107980


Fréttir


Tengiliður