Hagnýt meistaraverkefni við Matvælafræðideild Háskóla Íslands

27.5.2019

Hagnýt nemendaverkefni um þróun sjávarútvegs verða til umfjöllunar þegar Meistaranemendur í Matvælafræðideild Háskóla Íslands flytja MS fyrirlestra sína þriðjudaginn 28. maí 2019 í Matís, Vínlandsleið 12, í fundarsal 312. Allir eru velkomnir!

Kl. 15:00 flytur Snæfríður Arnardóttir ritgerð sína:
Hringormar í ferskum flökum úr Atlantshafsþorski. Mögulegar leiðir til að fjarlægja eða drepa hringorma í ferskum fiski eða minnka hreyfanleika þeirra.“ (Nematodes in fresh Atlantic cod fillets. Possible methods to remove or kill nematodes from fresh fish or decrease their mobility.)

Markmið verkefnisins var að kanna leiðir til að fjarlægja eða drepa hringorm í ferskum fiski án þess að hafa áhrif á gæði flaksins. Það var kannað með því að nota rafstuð við mismunandi spennu, hljóðbylgjur í mismunandi tíðni og óson. Einnig var hreyfanleiki hringorma kannaður í loftskiptum umbúðum (MAP) við annarsvegar 4°C og hinsvegar -0,5°C.

Leiðbeinendur: Sigurjón Arason prófessor, María Guðjónsdóttir prófessor og Hildur Inga Sveinsdóttir doktorsnemi.

Prófdómari: Sveinn Víkingur Árnason verkfræðingur.
__________________________________________________________________________________________________

Kl. 15:45 flytur Aníta Elíasdóttir ritgerð sína:
„Áhrif mismunandi hráefnismeðhöndlunar og frystigeymslu á efnaeiginleika þorskhauss.“ (Effect of different processing method and frozen storage on chemical properties of the various parts of the cod head.)

Markmið verkefnisins
var fyrst og fremst að skoða möguleikann á því að nýta hina ýmsu parta af þorskhausnum, auk þess að kanna áhrif mismunandi vinnsluaðferða um borð í fiskiskipum og frystigeymslu á efnafræðilega eiginleika mismunandi parta frá þorskhausnum þ.e. tálkn, kinnar, gellur, augu og heila.

Leiðbeinendur: Sigurjón Arason prófessor, María Guðjónsdóttir prófessor og Hildur Inga Sveinsdóttir doktorsnemi.

Prófdómari: Dr. Kristín Anna Þórarinsdóttir
__________________________________________________________________________________________________

Kl. 16:30
flytur Britney Sharline Kasmiran ritgerð sína:
“Physicochemical properties and potential utilization of side raw materials of yellowfin and albacore tuna.” (Efnasamsetning og nýting hliðarafurða yellowfin og albacore túnfisks.)

Leiðbeinendur/Supervisors: María Guðjónsdóttir prófessor, Sigurjón Arason prófessor, Dr. Magnea Karlsdóttir

Í MS nefnd voru/MSc thesis committee: María Guðjónsdóttir, Sigurjón Arason, Magnea Karlsdóttir, Tumi Tómasson, Hildur Inga Sveinsdóttir

Prófdómari/Examiner: Dr. Kristín Anna Þórarinsdóttir


Fréttir


Tengiliður