Ný grein komin út í Icelandic Agricultural Sciences

21.6.2017

Ný grein, sú fjórða í röðinni í hefti 30/2017, alþjóðleg vísindaritsins Icelandic Agricultural Sciences (IAS) er komin út. 

Þetta er stuttgrein og á íslensku mundi hún nefnast „Athugun á plöntuvali móhumlu (Bombus jonellus) á Suðvesturlandi“. Athugunin var gerð á tveimur stöðum, í Heiðmörk og við Vífilsstaðavatn, sumarið 2016. Fyrri hluta sumars nærðist móhumlan (hunangsflugan, villibýflugan) aðallega á blóðbergi og fjalldalafífil, lítillega á blágresi og sáralítið á nokkrum öðrum plöntutegundum. Seinni part sumars var meira úrval af blómstrandi plöntum og fæðuvalið var þá ekki eins einsleitt. Þá nærðist móhumlan aðallega á engjarós, umfeðmingi, beitilyngi, blóðbergi, skarfífli og gullkolli. Rannsóknin sýndi greinilegan mun á plöntuvali móhumlu milli fyrirparts sumars og síðsumars og að hún nýtir sér fjölbreytni blómplantna mólendisins síðsumars.  

Þessa áhugaverðu grein má nálgast á vef IAS


Fréttir