Sjávarútvegsráðherra gerir rannsókn Rf og Iðntæknistofnunar að umtalsefni í ræðu sinni við setningu Sjómannaþings í dag.

25.11.2004

Rf og Iðntæknistofnun (ITÍ) stóðu á sínum tíma saman að rannsókn eða vistferilgreiningu á umhverfiskostnaði við þorskveiðar hér við landi og birtust niðurstöður rannsóknarinnar í fyrra.  Í rannsókninni var í fyrsta skipti beitt s.k. vistferilgreiningu til að fá skýra mynd af umhverfiskostnaði við fiskveiðar hér við land. 

Vistferilgreining eða Life Cycle Assessment eins og aðferðin heitir á ensku er tiltölulega ung aðferðarfræði sem getur verið gott tæki fyrir iðnað, hvort heldur er matvælaiðnað eða annan iðnað  til að meta hvar helstu umhverfisáhrifin verða í framleiðsluferli vörunnar. Vistferilgreining er einnig mikilvæg aðferðarfræði þegar verið er að skilgreina umhverfismerkta vöru

Þetta kemur fram á Mbl.is í dag.  Þar er m.a. vitnað í ræðu Árna við setningu Sjómannaþings Íslands fyrr í dag þar sem hann sagði m.a.: Á okkur hvílir sú skylda að hafa frumkvæði vegna þess að annars getum við átt á hættu að umræðan og mat á umhverfisáhrifum verði leidd og aðferðir þróaðar, af öfgafullum umhverfissamtökum með fordóma í garð sjávarútvegsins. Slíkt gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg og þjóðarhag," sagði Árni

Skýrsla Rf og ITÍ hét Vistferilgreining á þorskafurðum og kom út í maí 2003.  Lesa skýrslu.

Hægt er að lesa ræðu ráðherra á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins.
Fréttir