• Rannsókna- og þróunarsetrið Akureyri

Fundur um matvælarannsóknir á Akureyri 23. nóvember.

18.11.2004

Háskólinn á Akureyri og Rf standa sameiginlega að fundi um matvælarannsóknir á Akureyri þriðjudaginn 23. nóvember n.k.  Fundurinn verður haldinn í Borgum, nýja rannsókna- og nýsköpunarhúsi HA á Sólborg og stendur frá kl. 13 -16:30. 

DAGSKRÁ: 

13:00-13:15      Ávarp ráðherra – Árni M. Mathiesen

13:15-13:30       Ávarp háskólarektors – Þorsteinn Gunnarsson

13:30-13:45       Stefna og hlutverk Rf : Rannsóknir á Norðurlandi – Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rf

13:45-14:00       Stóriðja framtíðarinnar: Fiskeldi? – Rannveig Björnsdóttir

14:00-14:15       Rannsóknir í hagnýtri örverufræði og líftækni – Hjörleifur Einarsson

14:15-14:30       Notkun fiskpróteina í matvælavinnslu – Guðjón Þorkelsson

14:30-14:50       Kaffi

14:50-15:05       Prótínmengjagreining – Oddur Vilhelmsson

15:05-15:15       Ný tækni við greiningar á örverum í matvælavinnslu – Eyjólfur Reynisson

15:15-15:30       Um efnasamsetningu matvæla – Sigþór Pétursson

15:30-15:45       Veiðar,vinnsla,verðmæti - Gestur Geirsson - Samherji hf.

15:45-16:00       Rannsóknir á vistfræði nytjafiska með neðansjávarmyndavél - Erlendur Bogason

16:00-16:30       Pallborðsumræður

 Þátttaka er ókeypis og aðgangur öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.
Fréttir