Ókeypis ferðir á Haustfund Rf á föstudaginn.
Það er von Rf að sem flestir sjái sér fært að sækja fundinn, hlýða á áhugaverða fyrirlestra og þiggja veitingar og því var gripið til þess ráðs bjóða fólki upp á þennan valkost. Rúta fer kl. 12:00 frá bílaplaninu fyrir framan Skúlagötu 4 og aftur frá Grindavík kl. 18:15 (boðið verður upp á léttar veitingar kl. 17 - 18, eftir að fundi lýkur).
Fólk er vinsamlega beðið um að tilkynna hvort það hyggst nýta sér þennan möguleika, með því að senda tölvupóst á bjorna@rf.is (subject: rúta) eða hringja í síma: 530 8642 / 661 6389. Fólk er þó fyrst og fremst beðið um að MÆTA TÍMANLEGA, rútan fer kl. 12.