Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri tekið í notkun í dag.
Fyrir utan Rf munu eftirtaldar stofnanir hafa aðstöðu í húsinu: Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Byggðarannsóknastofnun Íslands, CAFF, Ferðamálasetur Íslands, auðlinda- og upplýsingatæknideildir Háskólans á Akureyri, Hafrannsóknastofnunin, Impra/Iðntæknistofnun, Jafnréttisstofa, Matvælasetur HA, Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyrarsetur, Orkustofnun, Orkusjóður, PAME, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Veðurstofa Íslands, Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunnar og aðalskrifstofa Háskólans á Akureyri.
Rf óskar Háskólanum á Akureyri, Akureyringum almennt og starfsfólki Rf á Akureyri til hamingju með nýja húsnæðið.