• Rannsókna- og þróunarsetrið Akureyri

Rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri tekið í notkun í dag.

22.10.2004

Nýtt Rannsóknar- og nýsköpunarhús HA verður formlega tekið í notkun í dag. Fyrir utan að vera viðbót við húsnæði HA, verða ýmsar rannsóknastofnanir, þ.á.m. Rf, með aðstöðu í húsinu.

Fyrir utan Rf munu eftirtaldar stofnanir hafa aðstöðu í húsinu: Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Byggðarannsóknastofnun Íslands, CAFF, Ferðamálasetur Íslands, auðlinda- og upplýsingatæknideildir Háskólans á Akureyri, Hafrannsóknastofnunin, Impra/Iðntæknistofnun, Jafnréttisstofa, Matvælasetur HA, Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyrarsetur, Orkustofnun, Orkusjóður, PAME, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Veðurstofa Íslands, Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunnar og aðalskrifstofa Háskólans á Akureyri.

Á fyrstu hæð hússins eru kennslustofur HA í verklegri kennslu (2 stórar rannsóknastofur) og í þeirri sömu álmu er rannsóknastofurými Rf (3 rannsóknastofur og autoklafi og gerð æta, auk þvottarýmis, en tvö síðasttöldu rýmin eru einnig nýtt af HA - þ.e. vegna verklegrar kennslu).
Á annarri hæð eru skrifstofur Auðlindadeildar HA og skrifstofur Hafró.  Þar eru einnig skrifstofur Rf og skrifstofur Matvælaseturs HA.
 

Rf óskar Háskólanum á Akureyri, Akureyringum almennt og starfsfólki Rf á Akureyri til hamingju með nýja húsnæðið.
Fréttir