• Skaginnflok

Skýrsla um áhrif roðkælingar á gæði

24.5.2004

Komin er út skýrslan Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka, en verkefni sem ber sama heiti hófst á Rf á s.l. ári og hefur það markmið að auka þekkingu á áhrifum vægrar frystingar á eðlis- og efnafræðilega þætti fiskholds og einnig að bera afurðir unnar með hinni nýju vinnslutækni saman við hefðbundnar afurðir.
Þetta verkefni hefur áður verið kynnt hér á heimasíðunni, enda hafa fyrstu niðurstöður lofað svo góðu að sumir hafa rætt um að þessi nýja vinnsluaðferð boði byltingu í vinnslu á ferskum fiski hér á landi.
Í skýrslunni sem nú er komin út er m.a. annars greint frá niðurstöðum rannsókna sem sýna að með roðkælingu helst hitastig flaka undir 0°C allan vinnslutímann og hægir verulega á skemmdarferli, ef borið er saman við hefðbundna vinnslu og lengir jafnframt geymsluþol fisksins um nokkra daga.
 Fréttir