• Kveðjukaffi fyrir Elínu og Ásthildi

Samstarfsfólk á Rf kvatt

30.4.2004

Nú um mánaðarmótin verða töluverðar breytingar á rekstri og starfsmannahaldi á Rf, sérstaklega á útibúunum Í Vestamannaeyjum, á Ísafirði og á Akureyri. Eru þær breytingar til komnar vegna áður boðaðra skipulagsbreytinga á viðkomandi stöðum. Þá láta tveir starfsmenn í Reykjavík af störfum eftir langan og farsælan starfsferil. 

Þann 1. febrúar s.l. var 8 manns á fyrrnefndum útibúm Rf sagt upp störfum og breytingar á starfseminni boðaðar og taka uppsagnirnar gildi nú um mánaðarmótin. Þessum hópi fólks er þakkað fyrir gott samstarf á liðnum árum og óskað farsældar á nýjum vettvangi.

Tvær sómakonur láta af störfum nú um mánaðarmótin fyrir aldurs sakir, eftir langan starfsferil á Rf í Reyjkavík. Þetta eru þær Ásthildur Eyjólfsdóttir, sem starfað hefur á Rf síðan 1971 og Elín Árnadóttir, en hún hóf störf á Rf árið 1976. Samstarfsfólk þeirra á Skúlagötunni kvaddi þær með blómum og kveðjukaffi í dag. 
Fréttir