• Fiskflak eftir roðkælingu

Góður fundur um roðkælingu á Akureyri

21.1.2004

Tæplega 40 manns sóttu kynningarfund um roðkælingu á fiski á Akureyri s.l. mánudag. Fyrir utan heimamenn sóttu fundinn aðilar frá nágrannabyggðunum, s.s. frá Dalvík og Ólafsfirði, en einnig voru þarna menn sem komnir voru langt að, frá Vopnafirði og jafnvel Eskifirði, að sögn Emilíu Martinsdóttur, deildarstjóra á Rf. Hér má skoða glærur frá fundinum.

Það er greinilegt að hér á landi er nú verulegur áhugi á vinnslu og útflutningi á ferskum fiski eins og hin mikla aðsókn að tveimur kynningarfundum í Reykjavík og á Akureyri um roðkælingu ber m.a. vitni um svo og ummæli ýmissa forkólfa í þessari atvinnugrein, nú síðast Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns í þættinum "Ísland í dag" í gærkvöldi. Hér má skoða glærur frá fundunum.


Fréttir