Góður fundur um roðkælingu á Akureyri
Það er greinilegt að hér á landi er nú verulegur áhugi á vinnslu og útflutningi á ferskum fiski eins og hin mikla aðsókn að tveimur kynningarfundum í Reykjavík og á Akureyri um roðkælingu ber m.a. vitni um svo og ummæli ýmissa forkólfa í þessari atvinnugrein, nú síðast Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns í þættinum "Ísland í dag" í gærkvöldi. Hér má skoða glærur frá fundunum.
- Kynning á tilurð verkefnisins/Uppbygging roðkælivinnslulínunnar: Sigurður Guðni Sigurðsson framkvæmdastjóri Skagans hf. og Einar Brandsson Skaginn hf.
- Staða verkefnisins og helstu niðurstöður geymsluþolsrannsókna: Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri Rf.
- Mælingar á nýtingu, hitastigi og afurðaskiptingu hjá Tanga hf. Vopnafirði: Þorvaldur Þóroddsson,sjávarútvegsfræðingur á Rf.
- Ávinningur og reynsla af roðkælingu: Einar Víglundsson framleiðslustjóri Tanga hf. Vopnafirði.