• Rf/Skaginnfundur

Mikill áhugi á roðkælingu.

14.1.2004

Á milli 70-80 manns sóttu kynningarfund um roðkælingu á fiski, sem Rf og Skaginn hf. héldu í Sjávarútvegshúsinu í dag. Er ljóst að mikill áhugi er á þessari nýjung í vinnslu og flutningum á ferskum fiski. Fresta þótt fundi um sama efni sem halda átti á Akureyri í gær, en hann verður haldinn þar innan tíðar.

Sjaldan hafa jafn margir sótt fund sem haldinn hefur verið í Sjávarútvegshúsinu. Er óhætt að segja að bekkurinn hafi verið þröngt setinn en að sátt hafi jafnframt ríkt. Efni fyrirlestranna verður sett á heimasíðu Rf, þannig að þeir sem ekki áttu heimangengt á fundinn geta nálgast það hér fljótlega .


Fréttir