• Skaginnflok

Roðkæling: Svarið við "ógninni frá Kína"?

8.1.2004

Ný vinnslutækni, sem Skaginn hf. á Akranesi hefur þróað, þykir boða byltingu í vinnslu á ferskum fiski. Hugsanlega er þarna að finna svar íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja við harðnandi samkeppni á fiskmörkuðum, einkum frá löndum í SA-Asíu, og sem stundum hefur verið kölluð "ógnin frá Kína"

Nýja vinnsluaðferðin hefur verið reynd um nokkurt skeið hjá Tanga hf. á Vopnafirði og í ljós hefur komið að í samanburði við hefðbundna vinnsluaðferð hefur framlegð vinnslunnar aukist um tæp 162% með nýju vinnsluaðferðinni.  Þá sýna niðurstöður rannsókna á Rf að með nýju aðferðinni fást mýkri, safaríkari og meyrari flök og að geymsluþolið eykst til muna, sem auðveldar flutning á ferskum fiski á fjarlæga markaði og gerir flutning á ferskum fiski með sjóflutningum hugsanlega að raunhæfum kosti. 

Fundirnir verða haldnir þriðjudaginn 13. janúar á Hótel KEA,  Akureyri og miðvikudaginn 14. janúar í Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4 í Reykjavík og eru fundartímar báða dagana kl. 13-15.  Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. 

Dagskrá:

Kynning á tilurð verkefnisins: Sigurður Guðni Sigurðsson framkvæmdastjóri Skagans hf.

Staða verkefnisins og helstu niðurstöður geymsluþolsrannsókna:  Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri á Rf.

Mælingar á nýtingu, hitastigi og afurðaskiptingu hjá Tanga hf.:  Þorvaldur Þóroddsson,sjávarútvegsfræðingur á Rf.

Uppbygging roðkælivinnslulínunnar: Einar Brandsson Skaginn hf .

Ávinningur og reynsla af roðkælingu: Einar Víglundsson framleiðslustjóri Tanga hf. 

Fyrirspurnir og umræður

Hagsmunaðilar eru hvattir til að mæta og kynna sér  verkefnið. Nánari upplýsingar um fundina má fá í síma 430 2008 (Skaginn hf) og í síma 530 8646/8638013 (Rf).


Fréttir