Ný tækifæri í jarðvarma fyrir þróunarríkin – Ísland dæmi í nýrri skýrslu FAO um hvar vel hefur tekist til

9.4.2015

Að mati Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) liggja mikil tækifæri í jarðvarma fyrir þróunarríkin, ekki hvað síst til matvælaframleiðslu t.d. þurrkun afurða og í annarri matvælavinnslu.

Ný skýrsla um þessi mál kom út í vikunni hjá FAO. Íslands er tekið sem dæmi um hvernig vel hefur tekist til að nýta jarðvarma í landbúnaði og almennt til matvælaframleiðslu. Þrír starfsmenn Matís koma að skrifum bókarinnar og auk Minh Van Nguyen, kennara við Nah Trang háskólann í Víetnam.

José Graziano da Silva, framkvæmdastjóri FAO og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, skrifa inngangstexta skýrslunnar.

Nánari upplýsingar og áhugaverð ítarefni má finna á vef FAO

Skýrslan í heild sinni: Uses of Geothermal Energy in Food and Agriculture

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís.


Fréttir