• Rekjanleiki | Traceability | © iStock Swoosh-R

Liggja tækifæri í rekjanleika sjávarafurða?

20.11.2014

Þann 21. október síðastliðinn stóð Matvælastofnun fyrir Norrænni ráðstefnu um rekjanleika í matvælaiðnaði. Ráðstefnan var hluti af þeim viðburðum sem tengjast formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014 og var sótt af fjölda aðila í matvælaeftirlitsgeiranum á norðurlöndunum.

Ráðstefna um rekjanleika í matvælaiðnaði

Fulltrúar Matís héldu framsögu á fundinum þar sem þeir fjölluðu um tækifærin sem felast í því að nýta rekjanleika til að auka verðmæti sjávarafurða. Nálgast má kynninguna á heimasíðu Matvælastofnunar hér.

Auk framsögu fulltrúa Matís voru fimm aðrir ræðumenn með áhugaverðar kynningar þ.e.

Að loknum hverjum fyrirlestri fóru fram umræður um umfjöllunarefnið þar sem komu fram áhugaverðar staðreyndir og frekari upplýsingar.

Nánari upplýsingar Jónas R. Viðarsson hjá Matís.


Fréttir