• HI_vefur

Þurrkun fiskhryggja í færibandaþurrkara

1.10.2014

Magnús Kári Ingvarssson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í vélaverkfræði. Verkefnið ber heitið Airflow and energy analysis in geothermally heated conveyor drying of fishbone. 

Hvenær hefst þessi viðburður:  2. október 2014 - 15:30

Staðsetning viðburðar: Askja

Nánari staðsetning: N-129

Magnús Kári Ingvarssson flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í vélaverkfræði. Verkefnið ber heitið Airflow and energy analysis in geothermally heated conveyor drying of fishbone. 

Í verkefninu er tekin til skoðunar þurrkun fiskhryggja í færibandaþurrkara. Frumgerð þurrkarans var smíðuð árið 1981 eftir hönnun Sigurjóns Arasonar, en þurrkarinn nýtir jarðvarma til hitunar á lofti sem notað er til þurrkunarinnar. Frá smíði frumgerðarinnar hafa litlar breytingar verið gerðar á hönnuninni, aðrar en þær að stærð þurrkarans hefur verið sköluð upp til að auka afkastagetu.

Tilgangur verkefnisins er að nota mælingar og aðferðir massa- og orkubókhalds til að auka skilning og þekkingu á virkni þurrkarans, svo bæði framleiðendur og notendur tækisins geti bætt sína framleiðsluvöru. Mælingar eru gerðar á eiginleikum loftflæðis þurrkarans (flæði, þrýstingi, hita- og rakastigi) og vatnsinnihaldi afurðarinnar. Niðurstöður mælinga eru notaðar til að reikna helstu kennistærðir þurrkarans og fundið hefur verið að óvermin nýtni þurrkarans er 50,5%, hlutfallsleg hringrásun lofts er 64% og orkuþörf til að gufa upp hverju kílógrammi af vatni er 5500 kJ. Þá er heildar orkunotkun metin sem 919 kW fyrir framleiðslugetu sem samsvarar 800 kílógrömmum hráefnis á klukkustund. Niðurstöður benda til þess að nýtni loftflæðisins sé ábótavant hvað varðar þrýstifall og vatnsupptöku. Mælingar á vatnsinnihaldi vörunnar gefa til kynna að þurrkferlinu sé ekki rétt stýrt, verklagi sé ábótavant og tækifæri sé til þess að tvöfalda afköst.

Leiðbeinendur:

Sigurjón Arason, prófessor við Matvæla og næringarfræðideild,Halldór Pálsson, dósent við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild.

Prófdómari:

Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri hjá ÁTVR.


Fréttir