• Sjávarútvegsráðstefnan

Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014

22.9.2014

Ert þú með framúrstefnuhugmynd til að efla íslenskan sjávarútveg og tengdar atvinnugreinar?

Sjávarútvegsráðstefnan kallar eftir framúrstefnulegum nýsköpunarhugmyndum, sem veita á viðurkenningu fyrir á næstu ráðstefnu vettvangsins þann 20.-21. nóvember á Grand hótel. Markmiðið er að hugmyndirnar séu framsæknar og frumlegar og skapi umræðugrundvöll eða nýja hugsun.

Það sem þarf að hafa í huga

Framúrstefnuhugmynd skal setja fram á hnitmiðaðan hátt þar sem fram kemur lýsing á hugmynd, tillaga að framkvæmd, væntanlegur afrakstur og áhrif til góðs fyrir ímynd íslenskra afurða (hámark 2 bls). Allir geta sent inn hugmyndir. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Tímafrestur

Frestur til að skila inn umsóknum er 15. október 2014. 


Fréttir