Heiðarleiki Evrópskra matvælaframleiðanda í skoðun

17.7.2014

Evrópu verkefnið MatarHeilindi hófst í árs byrjun, en því er ætlað að stuðla að nýtingu rannsókna og þróunar til að tryggja falsleysi evrópskra matvæla. Matís tekur þátt í verkefninu sem miðar að því að þróa aðferðir til að greina og hindra svik í evrópskum matvælaiðnaði.

Í matvælaiðnaði líkt og annarstaðar eru heilindi forsenda þess að neytandinn treysti vörunni, en matvælaframleiðendur hafa fundið fyrir áhrifum þess þegar traust viðskiptavina er laskað vegna hneyksla, en margir muna eflaust eftir fárinu sem fylgdi þegar uppkomst að hrossakjöt hafði verið notað í stað nautakjöts í fjölmörgum tilbúnum réttum.  Við athugun hér á landi hefur komið í ljós að innihaldslýsingar eru ekki alltaf réttar, t.d. greindist ekki kjöt í nautabökum sem framleiddar voru hérlendis.

Öryggi, áreiðanleiki og gæði

Verkefninu er stýrt af Fera, bresku matvæla- og umhverfis rannsóknastofnuninni og nefnist FoodIntegrity eða MatarHeilindi. Með verkefninu á að tryggja að matvæli séu samkvæmt innihaldslýsingu og séu í fullkomnu ástandi þ.e.a.s. að kaupendur fái örugglega afhenta þá vöru sem þeir telja sig vera að kaupa. Heilindi og traust eru lykilatriði verðmætaaukingar vöru. Með því að tryggja að neytandinn treysti vörunni eru framleiðendur og aðrir hagsmunaaðilar að styrkja stöðu sína á markaðinum. 

Heiðarleika evrópskra matvæla er stöðugt ógnað af sviksamlegum merkingum eða eftirlíkingum, þar sem iðnaður með falsaðar matvörur fer sífellt stækkandi. Niðurstöðum verkefninsins er ætlað að vera þungamiðja í alþjóðlegri samhæfingu um nýtingu rannsókna og þróunar til að tryggja heiðarleika evrópskra matvæla meðþátttöku kjarnahóps verkefnisins.

Spornað gegn vörusvikum

MatarHeilindi samræma á rökrænan hátt ferli innan heildstæðs ramma til að tryggja matarframboð og auðvelda upplýsingamiðlun milli hagsmunaaðila um heilindi matvæla. Nýta á fyrirliggjandi gagnagrunna með samræmingu og innleiða á aðferðafræði sem hæfir tilganginum, að takast á við þarfir hagsmunaaðila greina og fást við eyður sem framkomnar rannsóknaniðurstöður hafa skilið eftir.

Koma á upp sjálfbæru fyrirkomulagi um tímanlegar viðvaranir um hugsanleg vörusvik til að sporna við vaxandi áhættu á hneykslum í kjölfar svika. Efna á til hnattræns samstarfs hagsmunaaðila til að tryggja hagnýtingu niðurstaðna verkefnisins. Bætt sannprófanaferli verða þróuð fyrir gæðastjórnun hagsmunaaðila í matvælaiðnaði, tilviksrannsóknir verkefnisins byggjast á þátttöku framleiðenda sjávarfangs, drykkja og ólívuolíu. Unnin verður rannsókn á viðhorfi neytenda í ljósi falsana í evrópskum matvælaiðnaði. Ætlunin er að koma á fót óháðum vettvangi fyrir staðfestingu um heilindi matvæla sem geta tekið út áreiðanleika eða falsanir fyrir þá aðila sem eftir því sækja. 

Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Jónas R. Viðarsson, fagstjóri hjá Matís.


Fréttir