Andoxunarefni og lífvirk efni í sjávarfangi

30.4.2014

Út er komin bókin „Antioxidants and Functional Components in Aquatic Foods" en Hörður G. Kristinsson, sviðsstjóri Líftækni og lífefnasviðs og rannsóknastjóri Matís er ritstjóri bókarinnar. Auk þess skrifa nokkrir starfsmenn Matís kafla í bókinni.

Í bókinni er fjallað um andoxunarefni og önnur lífvirk efni sem finna má í sjávardýrum og hvernig slík efni geta nýst til bættrar heilsu. Ítarlega er fjallað um hvað hefur áhrif á gæði þessara lífvirku efna við geymslu, framleiðslu og vegna fleiri þátta.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Wiley. Einnig veitir Hörður G. Kristinsson nánari upplýsingar.


Fréttir