• EcoFishMan

Allir hagsmunaaðilar komi að stjórnun fiskveiða

28.4.2014

Í tengslum við EcoFishMan verkefnið er skoðanakönnun í gangi á meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Tilgangur könnunarinnar er að leita sjónarmiða allra þeirra aðila sem koma að fiskveiðum á Íslandi, hvort sem það er í stjórnun eða framkvæmd.

Í EcoFishMan verkefninu er lögð áhersla á samstarf við sjómenn, útgerð og vinnslu og að hagnýta upplýsingar úr rafrænum afladagbókum. Markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænni, sjálfbærri og hagrænni stjórnun með sérstakri áherslu á rekjanleika og að lágmarka brottkast afla.  Eitt af markmiðum EcoFishMan verkefnisins er að greina það sem vel hefur tekist í íslenskri fiskveiðistjórnun og miðla þeirri reynslu áfram. Jafnframt því er horft til meira samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum. Gert er ráð fyrir að kerfið verði innleitt í áföngum og sniðið að hverri tegund fiskveiða fyrir sig.  

Fullkominnar nafnleyndar verður gætt við úrvinnslu og farið verður með öll gögn samkvæmt fyrirmælum Persónuverndar. Nafn þátttakenda mun að sjálfsögðu hvergi koma fram og þess verður gætt að ekki verði hægt að rekja neinar upplýsingar í niðurstöðum til einstaklinga.

Mjög mikilvægt er að sem flestir svari könnuninni, svo niðurstöður verði sem áreiðanlegastar.

Könnuninni má svara hér: https://docs.google.com/forms/d/1sv5xw8Ya8kRtC0UPGeOtB7_aT0SB61MZZ4P_syIQuuA/viewform

Fréttir