Atvinnulífssýningin Lífsins gæði og gleði 2014

25.4.2014

Atvinnulífssýningin Lífsins gæði og gleði 2014 fer fram í þriðja sinn á morgun og á sunnudaginn og mun Matís kynna starfssemi sína ásamt öðrum úr Verinu á Sauðárkróki.

Sveitarfélagið Skagafjörður mun í samvinnu við Skagafjarðarhraðlestina, SSNV og ýmsa aðila standa fyrir atvinnulífssýningu á Sauðárkróki við upphaf Sæluviku, dagana 26. – 27. apríl nk. Var sú ákvörðun tekin í kjölfarið á óformlegri könnun um tíðni atvinnulífssýninga þar sem mikill vilji kom fram um að halda sýningarnar á 2ja ára fresti en fyrri sýningar voru haldnar árin 2010 og 2012.

Sjá nánar á vef Sveitarfélags Skagafjarðar.


Fréttir