Nha Trang University in Vietnam and Matís gera með sér samstarfssamning

3.2.2014

Samstarfssamningurinn er byggður á samningsdrögum (MoU) sem Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (United Nations University-Fisheries Training Programme) og Nha Trang University (NTU) undirrituðu 30. maí 2013. Samningur Matís og Matvælafræðadeildar Nha Trang University kveður á um fimm ára samstarf (2013-2018).

Matvælafræðadeild NTU var komið á fót í Vietnam árið 1959. Deildin hefur á þessum rúmlega 50 árum byggt upp mikla þekkingu í rannsóknum og kennslu og hefur útskrifað rúmlega 5000 matvælaverkfræðinga, rúmlega 1000 matvælafræðinga (BSc) og fleiri hundruð tæknilegra sérfræðinga í sjárvarútvegfræðum og matvælafræði. NTU er í samstarfi við yfir 300 fyrirtæki í Vietnam og framalag háskólans til þróunar matvælaframleiðslu í landinu er mjög mikið.

Starfsmenn Matvælafræðadeildar NTU eru um 60 og þar af hafa 90% meistara- eða doktorsgráðu. Margir þeirra hafa hlotið menntun sína í Japan, Frakklandi, Íslandi, Noregi, Ástralíu, Rússlandi og víðar. Nemendur við Matvælafræðideildina eru nú rúmlega 3000 á öllum stigum, frá nemum í tækniþróun til doktorsnema.

Matís er það mikil ánægja að kynna samstarf við Nha Trang University í þeirri vissu að samstarfið verður árangursríkt.

Frekari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.


Fréttir