Sjávarútvegsráðstefna - 6.september 2013

28.8.2013

Þann 6. september 2013 verður haldin á Ísafirði Sjávarútvegsráðstefnan 'Markaðsmál sjávarútvegs í ljósi rannsókna og þróunar'.

Sjávarútvegsráðstefna - 6.september 2013

Á ráðstefnunni verður fjallað um rannsóknir og þróun í sjávarútvegi ásamt gæða- og markaðsmálum sjávarútvegs. Sérstök áhersla verður lögð á vestfirskan sjávarútveg og samkeppnishæfni.

Ráðstefnan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir og ekkert ráðstefnugjald. Skráning á ráðstefnuna er hjá Þróunarsetri Vestfjarða, sími 450 3000 og í reception@uwestfjords.is


 


Fréttir