Ágæt aðsókn í Evrópuhús 2002.

25.11.2002

Um helgina var s.k. Evrópuhús 2002 í Perlunni, þar sem fyrirtæki og stofnanir kynntu þau verkefni sem þau hafa unnið að og styrkt hafa verið af Evrópusambandinu. Rf tók þátt í kynningunni.

Aðsókn var mest þegar kynningin var sett á föstudag. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, flutti þá ávarp þar sem m.a. kom fram að hagur Íslendinga af EES samningnum og sérstaklega þátttaka okkar í rammaáætlunum ESB um rannsóknir sé ótvíræður.

Þannig hefur engin þjóð, sé miðað við höfðatölu, tekið þátt í fleiri verkefnum og fengið hærra hlutfall styrkja en einmitt Íslendingar. Valgerður hvatti einstaklinga og fyrirtæki til að halda áfram að grípa þau tækifæri sem Evrópusamstarf á þessu sviði býður upp á, burtséð frá afstöðu hvers og eins til fullrar aðildar að ESB.

Rf kynnti nokkur Evrópuverkefni sem stofnunin hefur unnið að á s.l. árum. Það vakti nokkra athygli sýningargesta hversu mörgum verkefnum Rf hefur verið þátttakandi í.


Fréttir