• !!Matis_logo

Samstarfssamningur MAST og Matís

16.5.2013

Þann 14. maí undirritaði Matvælastofnun (MAST) þjónustusamning við Matís um öryggismælingar á sviði varnarefna.

Varnarefni eru notuð við ræktun og geymslu matvæla svo sem ávaxta, grænmetis og kornvöru til að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum sveppa, illgresis, skordýra og annarra meindýra.

 
 Frá undirskrift samstarfssamnings
Fremri röð: Sveinn Margeirsson, Jón Gíslason
Fremri röð - meðlimir úr stjórn Matís: Laufey Haraldsdóttir, Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður, Ágústa Guðmundsdóttir

Óheimilt er að framleiða eða dreifa matvælum sem innihalda varnarefni umfram leyfileg hámarksgildi skv. reglugerð um varnarefnaleifar sem m.a. er byggð á tilskipunum ESB og liggur ábyrgðin hjá framleiðendum, dreifendum og seljendum. Matís mun senda MAST niðurstöður mælinganna mánaðarlega.


Nánari upplýsingar veita Jón Gíslason, forstjóri MAST og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.


Fréttir