Þorskstofnar í Norðursjó að hruni komnir

11.11.2002

Í dag mun hópur vísindamanna birta niðurstöður um ástand þorskstofna og annarra tegunda í Norðursjó. Vísindamennirnir munu væntanlega kynna þá niðurstöðu að þorskstofnarnir á svæðinu séu að hruni komnir.

Þetta kemur ekki á óvart þeim sem til þekkja, enda hefur um langt skeið verið veitt talsvert umfram ráðleggingar fiskifræðinga. Í skýrslu sem út kom í síðasta mánuði var lagt til að algjört bann yrði sett við veiðum á þorski í Norðursjó og veiðar verulega takmarkaðar á ýsu og lýsu, en þorskur veiðist oft með þessum tegundum.

Framkvæmdastjórn ESB hefur gagnrýnt stjórnvöld einstakra aðildarríkja fyrir að hafa látið undan þrýstingi hagsmunaaðila og þannig siglt sofandi að feigðarósi hvað verndun fiskistofna varðar.

Ljóst er að margir munu missa vinnu sína ef þorskveiðar verða stöðvaðar í Norðursjó, eða á milli 10-20 þúsund manns. Þrýstingur er því mikill á báða bóga, enda hefur framkvæmdastjórnin lýst því yfir ástand fiskistofna á svæðinu sé svo bágborið að ekki sé lengur hægt að draga það að grípa til róttækra ráðstafanna.


Fréttir