• iStock_Biotech_large

Hvað geta lífefni gert fyrir okkur?

7.5.2013

Þann 15. maí næstkomandi munu þær Ásta María Einarsdóttir, mastersnemi við matvælafræði og Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, doktorsnemi við matvælafræði, halda fyrirlestra sem fjalla um rannsóknir og þróun lífefna úr matvælum.

Kl. 15:00 - 15:30
Ásta María Einarsdóttir flytur erindi um Fucoidan úr brúnþörungum 

Kl. 15:30-16:00
Sigrún Mjöll Halldórsdóttir flytur erindi um líflæknisfræðilega (biomedical) notkun þorskatrypsíns 

Ásta María mun fjalla um lífefnið fucoidan sem er fjölsykra úr frumuveggjum brúnþörunga sem sýnt hefur fjölbreytta lífvirkni í nýlegum rannsóknum. Í fyrirlestrinum verður farið yfir niðurstöður nýrrar yfirlitsgreinar þar sem helstu rannsóknum á lífvirkni fucoidan eru gerð skil (Vo TS and Kim SK (2013). "Fucoidans as a natural bioactive ingredient for functional foods." Journal of Functional Foods 5(1): 16-27). Rætt verður um áhrif fucoidan á þætti í blóðstorknun, áhrif fucoidans á veirur, æxli og bólgur auk andoxunarvirkni fucoidan.

Sigrún Mjöll fjallar um þorskatrypsín og notkunarmöguleika þess í líflæknisfræði. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þorskaensímin út frá nýrri yfirlitsgrein (Gudmundsdottir A, Hilmarsson H and Stefansson B (2013). “Review Article – Potential Use of Atlantic Cod Trypsin in Biomedicine”.  BioMed Research International, published online http://dx.doi.org/10.1155/2013/749078). Rannsóknir sýna að þorskatrypsín hefur margvíslega virkni t.d. gegn ýmsum veirum, húðvandamálum og sárum. Þorskatrypsín er einangrað úr viðbótarafurðum í fiskvinnslu og vinnsla þess stuðlar að fullnýtingu þorsks. Nú þegar eru ýmsar vörur á markaði sem innihalda þorskaensím undir nafninu ®Penzyme. 

Fyrirlestrarnir verða haldnir í húsnæði Matís að Vínlandsleið 12, á efstu hæð í sal 311 (Esja) frá kl.15 til kl.16, miðvikudaginn 15. maí (fuciodan kl.15 og þorsk trypsín kl.15:30).

Allir velkomnir!


Fréttir