Breytum ekki skít í gull

24.4.2013

Enginn efast um framlag Sigurjóns Arasonar, yfirverkfræðings hjá Matís og prófessors við HÍ, til aukinnar verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi. Sigurjón hefur verið viðriðin sjávarútveginn undanfarna áratugi í starfi sínu hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) og Matís.

Helsti styrkleiki Sigurjóns þegar kemur að sjávarútveginum er að hugsa í lausnum og hvernig hægt er að gera hlutina betur en í gær, bæði til þess að auka verðmæti en ekki síður til þess að fara betur með þá gullkistu hollustu og auðæfa sem íslenskt sjávarfang er. Sigurjón er ekki bara mikils metinn hér á landi heldur erlendis einnig og er starf hans rómað ekki hvað síst í Noregi, þaðan sem oft er leitað til hans þegar leysa þarf tæknilegar áskoranir í t.d. í fiskvinnslu.

Síðastliðinn föstudag fékk Sigurjón viðurkenningu frá fyrirtækjum inna Íslenska sjávarklasans. Viðurkenning þessi er rós í hnappagat Sigurjóns og staðfestir enn frekar hversu ótrúlega stórt framlag Sigurjóns hefur verið til íslensks sjávarútvegs. Á myndinni má sjá hvar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. veitir Sigurjóni viðurkenninguna (©mynd: Íslenski sjávarklasinn/Eva Rún Michelsen).

Við hjá Matís erum ótrúlega stolt af Sigurjóni og vonumst til að halda áfram að fá að njóta visku, reynslu og þekkingar Sigurjón næstu ár.

Til hamingju Sigurjón!

Meira efni tengt Sigurjóni Arasyni og viðurkenningu Íslenska sjávarklasans (www.sjavarklasinn.is):


Fréttir