Þróun á verðmætu kavíarlíki

18.4.2013

Verkefninu „Fiskiperlur" sem unnið var í samvinnu fyrirtækisins Vignis G. Jónssonar á Akranesi og Matís og styrkt var af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi er nú að ljúka. Markmiðið var að þróa neytendavöru (kavíarlíki) í háum verðflokki,einkum á Frakklands- og Spánarmarkað.

Í verkefninu var gerð fýsileikakönnun á notkun margvíslegar hráefna og unnið að þróun að kavíar úr þangi, afskurði úr reyktum laxi, styrjukjöti og síld. Vöruþróunin hefur verið gerð í samvinnu fyrirtækisins og Matís.

Nú er tilbúin markaðshæf vara frá Vigni G. Jónssyni sem hefur nú verið reynd á Frakklandsmarkaði þar sem fyrirtækið Vignir G. Jónsson hefur sterk markaðstengsl. Varan verður seld undir merkinu PEARLS eða perlur sem er bein tenging við kavíar. Uppskriftir og framleiðsluferillinn fyrir framleiðslu síldarperla er tilbúinn og hefur verið reyndur. Fyrirtækið mun halda áfram vöruþróun á perlum úr styrjukjöti og öðrum hráefnum í framtíðinni.

Framleiðsla á slíkri vöru tífaldar verðmæti hráefnis, hefur skapað þekkingu og mun skapa fleiri störf í framtíðinni og styrkir þannig sjávarbyggðina á Akranesi.

Nánari upplýsingar veitir Emilía Martinsdóttir hjá Matís.


Fréttir