Hver eru umhverfisáhrif íslensks matvælaiðnaðar?

16.4.2013

Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðarins halda opið málþing um íslenskan matvælaiðnað, umhverfismál og vistvæna nýsköpun, laugardaginn 20. apríl kl. 13-17 í Háskólatorgi Háskóla Íslands.

Á málþinginu verður fjallað um græna hagkerfið og stefnu stjórnvalda í þeim málum. Sagt verður frá Evrópuverkefnunum Ecotrofoods (www.ecotrophelia.eu) og Converge (www.convergeproject.org) og hvernig staðið er að því að minnka umhverfisáhrif í matvælaiðnaði á Íslandi. Þá verður efnt til sýningar og kynningar á verkefnum nemenda í vistvænni nýsköpun matvæla og afhent verðlaun fyrir besta verkefnið.

Dagskrá viðburðarins í heild er eftirfarandi:

13.00-15.00        Málþing
13.00-17.00        Sýning
15.00-16.00        Verðlaunaafhending í keppni nemenda um vistvæna nýsköpun matvæla

Dagskrá málþings:

13.00-13.20        Græna hagkerfið og íslensk matvælaframleiðsla. Skúli Helgason, formaður nefndar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi.

13.20-13.40        Umhverfismál og íslenskur matvælaiðnaður. Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá Samtökum iðnaðarins

13.40-14.00        Verðmætasköpun og áskoranir í umhverfismálum, Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís

14.00-14.20        Vistvæn nýsköpun matvæla. Fanney Frisbæk, verkefnisstjóri, Efnis-, líf-, og orkutækni, Nýsköpunarmiðstöð Íslands

14.20-14.40        Hvernig er hægt að tryggja fæðuöryggi á Íslandi?   Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild  Háskóla Íslands

14.40-15.00       Umræður

Fundarstjóri:    Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri, Matís og dósent í matvælafræði við Háskóla Íslands, sem veitir nánari upplýsingar (858-5044).


Fréttir