Nýr fjármálastjóri á Rf

19.9.2002

Aðalbjörg Elín Halldórsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem fjármálastjóri á Rf og var hún valin úr stórum hópi umsækjenda. Aðalbjörg er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

Aðalbjörg Elín hefur m.a. starfað hjá fyrirtækinu Deloitte & Touche við endurskoðun og uppgjör og hjá Íslandsbanka sem ráðgjafi við eignastýringu einstaklinga.

Aðalbjörg er gift Skúla Valberg Ólafssyni, fjárfestingastjóra hjá Íslenska hugbúnaðarsjóðnum. Þau eiga soninn Halldór Valberg.

Um 30 sóttu um starf fjármálastjóra á Rf. Um leið og Aðalbjörg er boðin velkomin til starfa á Rf, er öllum þeim sem sóttu um starfið þakkað fyrir sínar umsóknir og þann áhuga sem þeir sýndu á starfinu.


Fréttir