Vel heppnuð ráðstefna Rf í Kópavogi

6.9.2002

Á milli 70-80 manns sóttu ráðstefnu sem Rf stóð fyrir í gær í Kópavogi. Yfirskrift ráðstefnunnar var

Í ávarpi dr. Sjafnar Sigurgísladóttur, forstjóra Rf, kom m.a. fram að aðeins 1,7% af loðnuaflanum árið 2000 hafi farið til manneldis. Þá hafi loðna til manneldis skilað 23,5 krónum á hvert veitt kíló í útflutningsverðmæti á meðan loðna til bræðslu hafi einungis skilað 11 krónum. Ef hægt yrði að auka hlut loðnu til manneldis um 10% væri um að ræða hugsanlega verðmætaaukningu upp á einn milljarð króna

Á ráðstefnunni var fjallað um ýmsa þætti sem skipta sköpum um það hvort hægt verður að auka hlutfall þess sem fer til manneldis. Kom skýrt fram að kæling skiptir þar meginmáli um gæði hráefnisins sem að landi kemur til vinnslu. Loðna og síld eru t.a.m. feitar fisktegundir og er fitan í þeim fljót að þrána. Því skiptir góð kæling sköpum, bæði um borð í fiskiskipum sem og í vinnslunni í landi.

Þá var fjallað um hvernig mögulegt er að nýta uppsjávarfisk sem best til manneldis. Meðal annars var greint frá rannsóknum á Rf á því hvort nýta megi loðnu sem hráefni við gerð fisksósu, en fisksósa er hluti af daglegri fæðu um 250 milljóna manna í heiminum, aðallega í Asíu. Rannsóknir Rf benda til þess að sumarloðna gæti hugsanlega hentað vel sem hráefni í þessa verðmætu afurð. Ennfremur var rætt um vinnslu próteinafurða úr síld, þurrkaða loðnu o.fl.


Fréttir