• Saltfiskur

Hvernig býr maður til góðan saltfisk?

25.11.2012

Matís hefur nú gefið út rit um hvernig búa á til góðan saltfisk. Páll Gunnar Pálsson hjá Matís hefur átt veg og vanda af útgáfunni.

Ritið er fyrst og fremst ætlað fyrir einstaklinga sem áhuga hafa á því að búa til hollan og góðan saltfisk úr afbragðs hráefni. Síðar meir mun Matís gefa út bækling sem varpar ljósi á vinnslu saltfisks í stærra samhengi, til framleiðslu og sölu.

Ritið má sjá hér.

Nánari upplýsingar veitir Páll Gunnar Pálsson hjá Matís.


Fréttir