Þáttur Rf í fráveitukerfi Reykjavíkur

7.5.2002

Guðjón Atli Auðunsson, efnafræðingur á Rf, stjórnaði þeim umfangsmiklu umhverfisrannsóknum sem gerðar voru á vegum Gatnamálstofu vegna hins nýja fráveitukerfis höfuðborgarsvæðisins. Þetta er eitt stærsta umhverfisverkefni sem unnið hefur verið að á Íslandi.

Nýja fráveitukerfið í Reykjavík er sameiginlegt umhverfisverndarátak Reykjavíkur, Garðabæjar, Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Kerfið safnar saman, hreinsar og dælir fráveituvatni byggðarlaganna fimm, en þar búa samtals rúmlega 150.000 manns.

Fráveitukerfið er hannað og byggt í samræmi við niðurstöður víðtækra rannsókna á frárennsli höfuðborgarsvæðisins og áhrifum þess á viðtaka í sjó og á fjörum.

Sem fyrr segir var það dr. Guðjón Atli Auðunsson, efnafræðingur á Rf, sem stjórnaði umhverfisrannsóknum á vegum Gatnamálstofu. Tilgangur þeirra var m.a. að meta áhrif skolpsins og kortleggja ástand hafs og fjöru, þannig að unnt verði að fylgjast með hugsanlegum breytingum í framtíðinni.


Fréttir