Vestfirskar aðventukrásir í Víkinni 22. nóvember
Vestfirðingarnir Halldór Hermannsson skipstjóri á Ísafirði flytur erindi um vestfirska skötu. Halldór hefur verið ötull í að kynna skötuhefð í gegnum tíðina. Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir úr Stykkishólmi fjallar um vestfirskar hveitikökur, sem hún fékk í sveitinni hjá ömmu sinni á Ingjaldssandi og hafa þær lengi verið ómissandi hluti af jólunum. Kolbrún hefur selt í Jólaþorpinu í Hafnarfirði við góðar undirtektir. Þá mun Guðrún Pálsdóttir Flateyri flytja erindi um vestfirskan harðfisk. Hún hefur áralanga reynslu af harðfiskverkun og rekur ásamt fjölskyldu sinni EG Harðfiskverkun á Flateyri.
Enginn aðgangseyrir og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Heitt verður á könnunni.
Félagið Matur-saga-menning
www.matarsetur.is
facebook: matur saga menning