• !!Matis_logo

Ert þú með góða hugmynd en átt heftir að koma henni í framkvæmd?

14.5.2012

Þriðjudaginn 15. maí næstkomandi mun Matarsmiðjan á Flúðum í samstarfi við Grímsnes og Grafningshrepp kynna starfsemi sína.

Fer kynningin fram í félagsheimilinu að Minniborg klukkan 20:00.

Farið verður yfir það hvernig smiðjan er rekin og hvernig einstaklingar og fyrirtæki eru að nýta sér hana. Uppbyggingu- og fjármögnun verkefna. Kynnt það helsta sem er að gerast í staðbundinni framleiðslu og hvaða markaðir eru að opnast á þeim vetfangi. Almenn umræða.

Allir hvattir til að mæta og þeir sem hafa áhuga á þróun og vinnslu matvæla eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 858-5133 eða með tölvupósti á póstfangið vilberg@matis.is.


Fréttir