• iStock_Jordin_000006802722Medium

Afgangsvarmi skapar tækifæri

30.12.2011

Ragnar Jóhannsson, fagstjóri í viðskiptaþróun hjá Matís, segir að stefnt sé að því að nýta þann afgangsvarma sem til falli í miklum mæli, til dæmis heitt vatn og ýmis efnasambönd eins og koltvísýring, í sambandi við orkuvinnslu á Reykjanesi. 

Viðtal var tekið við Ragnar í Iðnaðarblaðinu nú fyrir stuttu. Í viðtalinu kemur m.a. fram unnið sé að því hjá Matís að fjármagna verkefni tengt þeim auðlindun sem nú eru ekki nýttar í kringum jarðvarmaorkuver. Stefnt er að því að leita fjarmagns í gegnum styrkjakerfi Evrópusambandsins og tengja saman fyrirtæki í Evrópu sem hafa svipaðar aðstæður. Stefnt er að því að nýta afgangsvarma og ýmis efni sem falla til og skapa úr þeim verðmæti og nýta sem hráefni milli fyrirtækja, byggja upp þekkingu á fullnýtingu orkuauðlindarinnar þannig að sem allra minnst fari til spillis.

Viðtalið í heild sinni má finna hér en það birtist í Iðnaðarblaðinu 19. desember sl.

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Jóhannsson.


Fréttir