• Matarsmiðja Matís á Flúðum

Mjög góð ásókn í Matarsmiðju Matís á Flúðum

11.7.2011

Þéttbókað er í nýja matarsmiðju Matís á Flúðum en alltaf er pláss fyrir góðar hugmyndir, segir Vilberg Tryggvason stöðvarstjóri. Sex vörutegundir eru þegar komnar á markað.

Meðal afurðanna eru nokkrar tegundir af girnilegu kryddmauki frá Kærleikskrásum og kruðeríi, og á krukkunum eru allar tilskildar merkingar enda gert í eldhúsi Matarsmiðjunnar sem er með vottun til manneldis. Hráefnið er auk þess í göngufæri frá matreiðslumanninum.

Frétt RÚV má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Vilberg Tryggvason.


Fréttir