• Arsenic

Arsen er vel þekkt eiturefni sem og krabbameinsvaldandi efni

20.5.2011

Nú fyrir stuttu birtist grein í ritrýndu vísindariti þar sem starfsmenn Matísar eru meðhöfundar.

Arsen er vel þekkt eiturefni sem og krabbameinsvaldandi efni, þó er eiturvirkni arsens háð á hvaða efnaformi það er. Arsenólípíð hafa hingað til fengið sáralitla athygli samanborið við önnur efnaform arsens, þrátt fyrir að geta verið umtalsverður hluti af heildararseni í sjávarfangi. Margt leikur enn á huldu, bæði um efnaformúlur og byggingar, sem og um eiturvirkni þessara arsensambanda. Greinin sýnir hvernig auðkenna má og magngreina arsenólípíð án þess að hafa sérstaka arsenólípíð staðla við höndina. Með því að nota merki frá ICP massagreini, fyrir þekktan arsenstaðal, mátti reikna út sérstakan viðbragðsfaktor. Þennan viðbragðsfaktor mátti síðan nýta til að magngreina óþekkt efnaform arsenólípíða. Meðal annars fannst ein fitusýra (C24H38AsO3) sem var auðkennd í fyrsta sinn. Hún er með sléttan fjölda kolefna, sem er óvenjulegt því allar áður fundnar arsenfitusýrur, hafa haft oddatölu fjölda af kolefnum.

Krækja í vísindagrein (hér).

Nánari upplýsingar veitir Ásta Heiðrún Pétursdóttir hjá Matís í síma 422-5000.Fréttir